TVÖ ensk úrvalsdeildarlið auk nokkurra liða úr 1. deildinni hafa spurst fyrir um landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson hjá Watford en Brynjar hefur þótt leika sérlega með liðinu á yfirstandandi leiktíð.

TVÖ ensk úrvalsdeildarlið auk nokkurra liða úr 1. deildinni hafa spurst fyrir um landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson hjá Watford en Brynjar hefur þótt leika sérlega með liðinu á yfirstandandi leiktíð.

"Það hafa haft samband við mig forráðamenn tveggja liða úr úrvalsdeildinni auk liða úr 1. deildinni sem eiga góða möguleika á að komast í úrvalsdeildina," sagði Ólafur Garðarsson umboðsmaður Brynjars við Morgunblaðið í gærkvöld.

"Það er hins vegar langur vegur frá áhuga til tilboðs og við erum alveg sallarólegir yfir þessu. Liðin eru að fylgjast með honum og þau hafa spurt um karakter hans og þar fram eftir götunum en þar með er ekki sagt að það endi með tilboði. Brynjar er auðvitað ánægður og þetta er viðurkenning fyrir hann enda hefur Brynjar leikið firnavel allt tímabilið. Fréttamaður Sky sem ræddi við mig í dag sagði að það væru ekki margir varnarsinnaðir miðjumenn í 1. deildinni sem væru betri en Brynjar," sagði Ólafur.

Ólafur vildi ekki greina frá nöfnum úrvalsdeildarliðanna sem sýnt hefðu Brynjari áhuga. Hann sagði að annað þeirra væri í botnbaráttu og færi líklega niður en hitt væri í betri stöðu í deildinni og hefði undanfarin ár verið um miðja deild.