RAY Lewington, knattspyrnustjóri Watford, segir að það sé í sínum höndum hvort Heiðar Helguson verði seldur frá félaginu. "Stjórn félagsins hefur sagt við mig að ákvörðunin sé mín.
RAY Lewington, knattspyrnustjóri Watford, segir að það sé í sínum höndum hvort Heiðar Helguson verði seldur frá félaginu. "Stjórn félagsins hefur sagt við mig að ákvörðunin sé mín. Það þyrfti að vera afar, afar gott tilboð, eitthvað mjög sérstakt, til þess að ég tæki það til umhugsunar að selja hann. Ég vil ekki missa Heiðar, og þarf þess ekki. Hann hefur spilað stórkostlega í vetur og það er ekki nokkur ástæða til að láta hann fara," sagði Lewington í gær. Hann sagði jafnframt að umræðurnar um að Heiðar væri jafnvel á förum frá félaginu, þá helst til Charlton, hefðu engin áhrif haft á hann. "Heiðar hefur ekki gefið til kynna á nokkurn hátt að þetta hafi truflað hann. Fréttir um hugsanlega sölu valda mörgum leikmönnum áhyggjum en hann er ekki einn þeirra," sagði Ray Lewington.