Carl Bergmann
Carl Bergmann
ENN eitt innbrotið var framið í úra- og skartgripaverslun Carls Bergmanns á Laugaveginum í fyrrinótt og stolið þaðan um 60 úrum að verðmæti nokkur hundruð þúsund krónur.

ENN eitt innbrotið var framið í úra- og skartgripaverslun Carls Bergmanns á Laugaveginum í fyrrinótt og stolið þaðan um 60 úrum að verðmæti nokkur hundruð þúsund krónur. Þjófurinn eða þjófarnir brutu sér leið inni í verslunina með stórum grjóthnullungi og létu greipar sópa. Þjófavarnakerfið fór í gang og telur Carl að það hafi sinn fælingarmátt með því að ekki tókst að stela meiru en raun bar vitni. Ekki er nema rúmur mánuður síðan brotist var síðast inn hjá Carli. Þá voru öll úr látin vera en skartgripum fyrir 1,5 milljónir króna stolið. Fékk hann það tjón bætt hjá TM tryggingum að hans sögn.

Þetta er í fimmta skipti sem brotist er inn hjá Carli síðan hann opnaði verslun á Laugaveginum árið 1990. Hann hefur verið með úraviðgerðir og síðar sölu allt frá árinu 1949 í miðbænum.