TANNBURSTAR eru þarfaþing en menn verða að gæta þess að beita þeim af hófsemi. Hópur lækna í Sádi-Arabíu fjarlægði nýlega tannbursta úr maga sjötugs karlmanns sem gleypti áhaldið fyrir 22 árum, að sögn ríkisfréttastofunnar SPA .

TANNBURSTAR eru þarfaþing en menn verða að gæta þess að beita þeim af hófsemi. Hópur lækna í Sádi-Arabíu fjarlægði nýlega tannbursta úr maga sjötugs karlmanns sem gleypti áhaldið fyrir 22 árum, að sögn ríkisfréttastofunnar SPA.

Burstinn olli manninum engum óþægindum fyrr en nokkrum dögum áður en hann var skorinn upp, að sögn dr. Abdulrahman al-Zahranis, yfirmanns læknahópsins við sjúkrahús Abdul Aziz konungs í borginni Taif í vestanverðu landinu. Aðgerðin tókst ágætlega, að sögn Zahranis.

Riyadh. AFP.