CONDOLEEZZA Rice, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi sem utanríkisráðherra, hefur tilgreint fimm ríki sem "útverði harðstjórnar" og sagt að Bandaríkjastjórn þurfi að stuðla þar að frelsi.

CONDOLEEZZA Rice, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi sem utanríkisráðherra, hefur tilgreint fimm ríki sem "útverði harðstjórnar" og sagt að Bandaríkjastjórn þurfi að stuðla þar að frelsi.

Ríkin sem Rice nefndi eru Kúba, Íran, Norður-Kórea, Simbabve og Hvíta-Rússland. Ummæli Rice, sem hún viðhafði þegar hún svaraði spurningum þingnefndar, minna á stefnuræðu Bush árið 2002 þegar hann lýsti því yfir að Írak, Íran og Norður-Kórea mynduðu "öxul hins illa" í heiminum.

Þingnefndin lagði blessun sína yfir tilnefninguna í gær eftir að Rice hafði svaraði spurningum hennar. Rice varði innrásina í Írak en sagði að nokkrar "slæmar ákvarðanir" hefðu verið teknar og bandarísku hersveitirnar hefðu ekki verið nægilega vel undirbúnar fyrir uppbyggingarstarf í Írak eftir stríðið. Búist er við að öldungadeild þingsins samþykki tilnefninguna í dag.

Washington. AFP.