NÍGERÍUMAÐUR, sem grunaður var um að tengjast smygltilraun á tæplega einu kílói af kókaíni til landsins í lok desember, er laus allra mála hjá lögreglu. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 5.

NÍGERÍUMAÐUR, sem grunaður var um að tengjast smygltilraun á tæplega einu kílói af kókaíni til landsins í lok desember, er laus allra mála hjá lögreglu. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 5. janúar og var rökstuddur grunur um að tengsl væru á milli hans og Ungverja sem stóð að smyglinu.

Í Ungverjanum fundust ríflega 80 fíkniefnahylki í meltingarvegi og situr hann enn í gæsluvarðhaldi. Ekki tókst hins vegar að sýna fram á þátt Nígeríumannsins í málinu og var honum því sleppt. Hann fór af landi brott á þriðjudag.

Lögreglan hefur rætt við Íslendinga vegna málsins en enginn þeirra hefur haft réttarstöðu grunaðs, að sögn Ásgeirs Karlssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.