Reykjavíkurmótið.

Reykjavíkurmótið.

Norður
G104
Á652A/Enginn
ÁK952
D

Vestur Austur
D9 Á2
G 9873
DG107 8643
G109532 K86

Suður
K87653
KD104
-
Á74

Spilið að ofan er 11. umferð á sunnudaginn. Slemma er heldur á móti líkum í NS, en nokkur pör létu freistast og sögðu ýmist sex spaða eða sex hjörtu. Spaðaslemmunni má alltaf hnekkja með hjartastungu (hjartagosi út og síðan fer austur strax upp með spaðaásinn til að spila hjarta), en fljótt á litið virðast sex hjörtu byggjast á hittingi í spaðanum. Fleira hangir þó á spýtunni.

Þröstur Ingimarsson og Erlendur Jónsson sögðu sex hjörtu gegn Erni Arnþórssyni og Guðmundi Sv. Hermannssyni:

Vestur Norður Austur Suður
Örn Erlendur Guðm. Þröstur
- - Pass 1 spaði
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 4 lauf * Pass 4 spaðar
Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Örn kom út með laufgosa og Þröstur tók alla konungsfjölskylduna með ásnum. Lagði svo niður hjartakóng, spilaði hjarta á ásinn og spaðagosa úr borði. Guðmundur dúkkaði fumlaust, en Þröstur er hittinn og hann stakk upp kóng og spilaði aftur spaða.

En spilið reyndist búa yfir óvæntum töfrum. Guðmundur hugsaði málið vel þegar hann var inni á spaðaás og trompaði út. Sá látlausi leikur lokar nauðsynlegum samgönguleiðum og banar slemmunni. Ef sagnhafi stingur með síðasta trompi blinds kemst hann ekki heim nema með því að helstytta sig í tígli - og ekki getur hann spilað spaða, því austur mun trompa.

Það merkilega er að sagnhafi má ekki leggja niður hjartakóng í byrjun. Ef hann trompar lauf - eða spilar hjarta á ás - þá vinnst slemman með því að hitta í spaðann.