Pitt og Aniston á meðan allt lék í lyndi.
Pitt og Aniston á meðan allt lék í lyndi.
JENNIFER Aniston gerði að sögn tilraun til að bjarga hjónabandi sínu og Brads Pitts með því að gefa honum loforð um barn í afmælisgjöf. Þetta kemur fram í breska tímaritinu Closer .

JENNIFER Aniston gerði að sögn tilraun til að bjarga hjónabandi sínu og Brads Pitts með því að gefa honum loforð um barn í afmælisgjöf. Þetta kemur fram í breska tímaritinu Closer. Hún óttaðist að sögn mjög að hún hefði hrakið Pitt á brott með því að meina honum um fjölskyldu. Því pakkaði hún inn óléttuprófi og skrifaði á afmæliskort: "Ég er núna reiðubúin til að eignast barn."

En tvemur dögum fyrir 41 árs afmæli Pitts braust út harkalegt rifrildi milli hjónanna á hótelherbergi í London. Í kjölfarið pakkaði Pitt föggum sínum og hélt samstundis heim á leið, til Los Angeles. Aniston neyddist því til þess að aflýsa afmælisveislu, sem hún hafði skipulagt og átti að koma Pitt að óvörum.