Richard Hatch var ánægður með milljónina á sínum tíma, en nú er komið í ljós að hann greiddi ekki tilskilda skatta af upphæðinni.
Richard Hatch var ánægður með milljónina á sínum tíma, en nú er komið í ljós að hann greiddi ekki tilskilda skatta af upphæðinni.
RICHARD Hatch, sigurvegarinn í fyrstu Survivor-þáttaröðinni, hefur játað á sig skattsvik. Hann greiddi ekki skatta af vinningsupphæðinni, einni milljón dollara, né heldur af 300.000 dollurum sem hann vann sér inn í kjölfar sigursins árið 2000.

RICHARD Hatch, sigurvegarinn í fyrstu Survivor-þáttaröðinni, hefur játað á sig skattsvik. Hann greiddi ekki skatta af vinningsupphæðinni, einni milljón dollara, né heldur af 300.000 dollurum sem hann vann sér inn í kjölfar sigursins árið 2000. Saksóknari í Providence á Rhode Island í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að lögð hefði verið fram ákæra í tveimur liðum á hendur Hatch, sem er 43 ára, fyrir skattsvikin. Nokkrum klukkustundum síðar var tilkynnt að Hatch hefði játað á sig sök.

Hámarksrefsing fyrir brotin er 10 ára fangelsisvist og 500.000 dollara sekt, en talsmenn saksóknara sögðust ætla að mæla með vægari dómi. Hatch á að mæta fyrir dóm í Providence á mánudaginn.

Fyrsta Survivor-röðin sló í gegn og var á meðal fyrstu "raunveruleikaþátta" í bandarísku sjónvarpi. Hatch var afar gjarn á að vera nakinn í þáttunum og var misvel liðinn af öðrum þátttakendum.