Reykjavík | Fundur í Félagi eldri borgara í Reykjavík samþykkti á þriðjudag að selja húseign félagsins við Glæsibæ. Félagið hefur átt eignina undanfarinn áratug og er um að ræða tæplega 900 m 2 hæð í húsinu.

Reykjavík | Fundur í Félagi eldri borgara í Reykjavík samþykkti á þriðjudag að selja húseign félagsins við Glæsibæ. Félagið hefur átt eignina undanfarinn áratug og er um að ræða tæplega 900 m 2 hæð í húsinu.

Að sögn Ólafs Ólafssonar formanns félagsins var húseignin orðin það dýr í rekstri að félaginu var ekki stætt á öðru en að selja hana. Söluverðið er trúnaðarmál. Félagið leitar nú að 3-400 fermetra húsnæði til leigu eða kaups fyrir starfsemi sína.