[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kylie Minogue viðurkennir að þrátt fyrir að hún eigi í ástarsambandi við franska leikarann Olivier Martinez eigi hún það til að gefa öðrum karlmönnum auga.
Kylie Minogue viðurkennir að þrátt fyrir að hún eigi í ástarsambandi við franska leikarann Olivier Martinez eigi hún það til að gefa öðrum karlmönnum auga.

Minogue, sem er 36 ára, var spurð að því á ástralskri útvarpsstöð hvort hún veitti öðrum karlmönnum en Martinez eftirtekt. Játaði hún að þegar hún sæi aðra karlmenn gæti hún ekki annað en horft á þá þrátt fyrir að hún gengi ekki lengra en svo.

Í viðtalinu sem tekið var á útvarpsstöð í Melbourne , en þaðan er Kylie, sagðist hún hafa verið í París í fríi með "Ollie". Þaðan hefði hún haldið til Ástralíu þar sem hún fagnaði áramótum með fjölskyldu sinni.

Poppstjarnan Britney Spears sást nýlega við innkaup í barnafataverslun. Mun hún hafa sagt starfsfólki verslunarinnar að hún væri barnshafandi og komin níu vikur á leið, að því er Ananova skýrir frá.

Til Spears sást í barnafataverslun sem selur tískufatnað fyrir börn í miðborg Los Angeles .

Fréttirnar þykja ekki koma á óvart, enda hefur Britney margoft lýst því yfir að hana langi mikið til þess að eignast barn með eiginmanninum Kevin Federline .

Starfsfólk verslunarinnar segir að hún hafi sagt að hún væri komin meira en tvo mánuði á leið - en það hefur ekki verið tilkynnt með opinberum hætti.

Britney sagði nýlega að hún gæti ekki beðið þess að verða mamma, en frá þessu greindi hún í bréfi sem stílað var á móður hennar sjálfrar.

Leikkonan Gwyneth Paltrow segir að sér finnist óþægilegt að horfa á Óskarsstyttuna sína. Segir hún að það veki hjá sér minningar um verðlaunaafhendinguna en Paltrow sýndi mikla tilfinningasemi og grét þegar hún flutti þakkarræðu sína. Ræðan var flutt á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1999 en þá var Paltrow valin besta leikkonan. "Ég geymi verðlaunin baka til í bókahillu í svefnherbergi mínu," segir Paltrow og bætir við að hún þoli ekki að horfa á styttuna.

"Í margar vikur eftir að ég vann var styttan höfð í geymslunni. Ég myndi ekki setja hana á arinhilluna , ég get ekki horft á hana," bætir Paltrow við.

"Af einhverri ástæðu hefur mér ekki tekist að vera ánægð með hana. Ég bara hálfskammast mín og styttan vekur hjá mér skrýtnar, óþægilegar tilfinningar. Hún tengist erfiðum tíma í lífi mínu."