MYNDLISTARSKÓLINN Mynd-mál fagnar í ár 20 ára afmæli sínu, en þegar kennsla hófst í skólanum fyrir 20 árum nefndist hann Myndlistarskóli Rúnu Gísladóttur. Skólinn hefur frá upphafi haft aðsetur á Seltjarnarnesi og verið rekinn sleitulaust frá janúar...

MYNDLISTARSKÓLINN Mynd-mál fagnar í ár 20 ára afmæli sínu, en þegar kennsla hófst í skólanum fyrir 20 árum nefndist hann Myndlistarskóli Rúnu Gísladóttur.

Skólinn hefur frá upphafi haft aðsetur á Seltjarnarnesi og verið rekinn sleitulaust frá janúar 1985. Skólinn kennir jafnt byrjendum sem lengra komnum allt frá grundvallaratriðum litablöndun, efniskynningu, formfræði og myndbyggingu upp í það að styðja við einstaklingsframtak og sjálfstæði í myndsköpun.

Rúna Gísladóttir, stofnandi skólans, á að baki nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er einnig menntaður kennari. Innritun á vorönn skólans stendur nú yfir.