Þróa galdraspil | Hjá Galdrasýningu á Ströndum hefur undanfarin tvö ár verið í þróun og vinnslu borðspilið Galdur. Grundvallarhugmynd spilsins er tilbúin og spilið getur farið í útgáfu um leið og heppilegur samstarfsaðili um útgáfuna finnst.

Þróa galdraspil | Hjá Galdrasýningu á Ströndum hefur undanfarin tvö ár verið í þróun og vinnslu borðspilið Galdur. Grundvallarhugmynd spilsins er tilbúin og spilið getur farið í útgáfu um leið og heppilegur samstarfsaðili um útgáfuna finnst. Stefnt er að því að finna útgefanda á spilinu erlendis svo um stærri markað verði að ræða og að nýta útgáfu þess sem markaðssetningartæki fyrir verkefni Strandagaldurs, að því er fram kemur á fréttavefnum strandir.is. Höfundur Galdurs er Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasýningarinnar á Ströndum.