Norð urland | Meðalfjöldi atvinnulausra í desember var 502 eða 3,7% en var 3,1% í nóvember sl. Atvinnulausum á Norðurlandi eystra fjölgar um 88 milli mánaða. Atvinnulausum körlum fjölgar um 47 og var 3% í desember en 2,4% í nóvember.

Norðurland | Meðalfjöldi atvinnulausra í desember var 502 eða 3,7% en var 3,1% í nóvember sl. Atvinnulausum á Norðurlandi eystra fjölgar um 88 milli mánaða. Atvinnulausum körlum fjölgar um 47 og var 3% í desember en 2,4% í nóvember. Fjöldi atvinnulausra kvenna jókst um 41 og var 4,6% í desember en 4% í nóvember. Þetta kemur fram á vef Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, vh.is.

Á Norðurlandi voru 352 skráðir atvinnulausir á Akureyri í lok ársins. Á Húsavík voru 66 skráðir í árslok. Í Þingeyjarsýslum utan Húsavíkur voru 73 skráðir atvinnulausir. Þar munar mest um þá miklu aukningu sem orðið hefur í Mývatnssveit eftir lokun Kísiliðjunnar. Í lok nóvember voru 12 á skrá í Mývatnssveit en í lok desember voru þeir 35 talsins. Á Húsavík fjölgar einnig milli mánaða. Þar munar mest um að rækjuvinnsla Íshafs hefur verið lokuð frá miðjum desember. Um leið og hún hefur starfsemi aftur mun fækka verulega á skránni. Á Húsavík og í Þingeyjarsýslum voru heldur fleiri konur á skrá en karlar eða 73 konur af þeim 139 sem voru á skrá.