Selasafn á Hvammstanga | Starfshópur, undir stjórn atvinnuráðgjafa ANVEST, hefur undanfarið unnið að hugmyndum að Selasafni á Hvammstanga. Horft er til aðstöðu í VSP-húsinu, en eigendur þess hafa lýst áhuga á samstarfi við verkefnið.

Selasafn á Hvammstanga | Starfshópur, undir stjórn atvinnuráðgjafa ANVEST, hefur undanfarið unnið að hugmyndum að Selasafni á Hvammstanga. Horft er til aðstöðu í VSP-húsinu, en eigendur þess hafa lýst áhuga á samstarfi við verkefnið. Verkefnið var kynnt á fundi í Þinghúsinu en það tengist öðru verkefni, sem snýr að almennt efldri ferðaþjónustu á Vatnsnesi, eða Perluhringnum, sem kallaður er.

Haft er eftir Gudrunu Kloes atvinnuráðgjafa á vefnum huni.is að á liðnu ári töldust 32 þúsund manns hafa ekið Vatnsness-hringinn, en við Vatnsnes er ein besta aðstaða til selaskoðunar á landinu.

Viðhorf ferðamanna var kannað af starfsmanni ANVEST við Hvítserk og fengust mikilvægar vísbendingar um óskir og þarfir ferðamanna. Margir landeigendur hafa verið heimsóttir og verkefnið kynnt fyrir þeim. Áfram er unnið að verkefninu, m.a. fjármögnun, félagsformi og markaðssetningu.