VERÐMÆTI útflutnings á flökum og flakastykkjum hefur margfaldazt á síðustu 10 árum. 1994 var það um tveir milljarðar króna, en á síðasta ári er verðmætið áætlað um 10 milljarðar króna.

VERÐMÆTI útflutnings á flökum og flakastykkjum hefur margfaldazt á síðustu 10 árum. 1994 var það um tveir milljarðar króna, en á síðasta ári er verðmætið áætlað um 10 milljarðar króna. Sé gámafiskurinn tekinn með hefur verðmætið vaxið úr um 7 milljörðum í 20 á sama tímabili.

Þegar litið er á einstaka afurðaflokka árið 2003, kemur í ljós að fersk þorskflök skiluðu fimm milljörðum króna og ísaður þorskur 1,5 milljörðum. Ýsuflökin skiluðu sömuleiðis 1,5 milljörðum og gámaýsan 0,9 milljörðum. Fersk karfaflök skiluðu 0,7 milljörðum og ísaður karfi 1,2 milljörðum. Fersk flök og ísfiskur skiluðu því samtals 18,8 milljörðum króna árið 2003 en þá var útflutningsverðmæti allra sjávarafurða 114 milljarðar króna. Þegar á þróunina er litið er ferskflakavinnsla eina vinnslugreinin sem hefur vaxið samfellt síðasta áratug./ Úr verinu