LAGADEILD Háskólans í Reykjavík hefur gert samstarfssamning við lagadeild Kyushu-háskóla í Fukuoka í Japan og samning um nemendaskipti. Samningarnir leggja grunn að samstarfi lagadeildanna á sviði nemenda- og kennaraskipta og rannsókna.

LAGADEILD Háskólans í Reykjavík hefur gert samstarfssamning við lagadeild Kyushu-háskóla í Fukuoka í Japan og samning um nemendaskipti. Samningarnir leggja grunn að samstarfi lagadeildanna á sviði nemenda- og kennaraskipta og rannsókna.

Nemendaskiptasamningurinn gerir ráð fyrir að allt að sex laganemar við HR geti árlega stundað nám við lagadeild Kyushu-háskóla í allt að tólf mánuði í senn.

Í fréttatilkynningu frá HR segir að Kyushu-háskóli sé einn af virtustu háskólum í Japan. Nemendur við skólann eru um 16.500, þar af eru um 900 erlendir nemendur frá um 60 löndum. Starfsmenn skólans eru nú um 4.500.