Bridsfélag Selfoss og nágrennis Aðalsveitakeppni félagsins hófst 13. janúar sl. Í mótinu spila 8 sveitir, og var raðað niður í þær af stjórninni til að fá sem jafnastar sveitir.

Bridsfélag Selfoss og nágrennis

Aðalsveitakeppni félagsins hófst 13. janúar sl. Í mótinu spila 8 sveitir, og var raðað niður í þær af stjórninni til að fá sem jafnastar sveitir. Úrslit fyrstu umferðar urðu:

Garðar Garðarsson - Örn Guðjónsson15-15

Grímur Magnús. - Eyjólfur Sturlss.25-0

Össur Friðgeirs. - Anton Hartmannss.15-15

Birgir Pálsson - Gísli Hauksson14-16

Einnig er árangur einstakra spilara reiknaður út með fjölsveitaútreikningi. Efstir að loknum 2 hálfleikjum eru:

Gísli Þórarinsson2,08

Sigurður Magnússon2,08

Þröstur Árnason1,63

Ríkharður Sverrisson1,63

Björn Snorrason1,56

Kristján Már Gunnarsson1,56

Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins www.bridge.is/fel/selfoss.

Suðurlandsmótið í sveitakeppni

Við viljum minna á að skráningu í Suðurlandsmótið í sveitakeppni, sem haldið verður að Þingborg 22.-23. janúar, lýkur fimmtudagskvöldið 20. janúar. Skráning er hjá Bridgesambandi Íslands, hjá Ólafi í síma 898 6500 eða tölvupósti ost@mbf.is og hjá Garðari í síma 862 1860.

Aðalsveitakeppnin hafin hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar

Mánudaginn 17. janúar hófst aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku ellefu sveita. Spiluð verður einföld umferð, fjórtán spila leikir og tveir leikir á kvöldi. Sigurvegarar síðasta árs, Örn í Miðgarði og félagar, fóru vel af stað og náðu fullu húsi í fyrstu umferð. Þeir urðu hins vegar fyrir jarðýtu í annarri umferð þegar Kópakallinn kom frískur inn eftir yfirsetu í fyrstu umferð og malaði þá mélinu smærra, ekki síst fyrir góða frammistöðu Hrefnu Jónsdóttur sem nú er fimmtán ára. Ekki síðra kvöld áttu Lára á Hvanneyri og Fjölnir í Deildartungu, en þau eru bæði tólf ára. Þau spiluðu góðan leik í fyrri umferð og unnu þann leik 25-2 en þar sem próf eru í gangi í skólanum voru þau sett í yfirsetu í seinni umferð. Best af öllum lék þó formannssveitin þar sem Jón Eyjólfsson fer fyrir sínu liði, tveir góðir sigrar. Eftir tvær umferðir er staða sefstu sveita þessi.

Jón Eyjólfsson47

Fjölnir og Lára43

Bifröst41

Kópakallinn41

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni

Sveit Garða og véla er efst að loknum ellefu umferðum af sautján í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni og hefur hún verið í forystu nánast frá upphafi. Stigahæstu sveitirnar byrjuðu rólega en eru nú farnar að skipta sér verulega af toppbaráttunni. Kvóti Reykjavíkur til undankeppni Íslandsmóts er sextán sveitir en Reykjavíkurmótinu lýkur laugardaginn 22. janúar. Staða efstu sveita að afloknum ellefu umferðum er þannig:

1. Garðar og vélar215

2. Ferðaskrifstofa Vesturlands210

3. Eykt204

4. Grant Thornton202

5. Gylfi Baldursson196

6. Skeljungur195

Bridsdeild FEB í Reykjavík

Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði í Glæsibæ mánudaginn 10. janúar 2005. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig.

Árangur N-S:

Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 231

Halldór Kristins. - Sigurður Kristjáns.226

Jón Karlsson - Sigurður Karlsson 223

Árangur A-V:

Elín Jónsdóttir - Gunnar Pétursson 254

Ragnar Björnsson - Magnús Oddsson 249

Björn Pétursson - Gísli Hafliðason 244

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna

Mánudaginn 17. janúar var spilaður eins kvölds howell-tvímenningur með þátttöku fjórtán para og voru veitt verðlaun fyrir efsta sætið. Lokastaða efstu para varð þannig, meðalskor 156:

Rúnar Gunnarsson - Ingvar Hilmarsson195

Jón V. Jónmundss. - Þorvaldur Pálmas.187

Ragnhildur Gunnarsd. - Ólafur A. Jónss.181

Sigrún Pétursd. - Unnar Atli Guðmss.170

Karl Ómar Jónsson - Sigurður Ólafsson168

Halldóra Magnúsd. - Kristjana Steingrd.168

Mánudaginn 24. janúar hefst aðalsveitakeppni félagsins og verður að venju spilaður monrad með forgefnum spilum, tveir 16 spila leikir á kvöldi. Tilvalið að halda sér í góðri sveitakeppnisæfingu að loknu Reykjavíkurmótinu, sem lýkur tveimur dögum fyrr. Skráning á staðnum ef sveitir mæta tímanlega en tekið við skráningum í síma 822 7649 að öðrum kosti.