DÖKKGRÆNAR kartöflur á ekki að borða og daufgrænar kartöflur á að flysja og borða án hýðis. Að sögn Sigurgeirs Ólafssonar, forstöðumanns plöntueftirlits Landbúnaðarháskóla Íslands, verða kartöflur daufgrænar þegar birta önnur en sólarljós kemst að þeim.

DÖKKGRÆNAR kartöflur á ekki að borða og daufgrænar kartöflur á að flysja og borða án hýðis.

Að sögn Sigurgeirs Ólafssonar, forstöðumanns plöntueftirlits Landbúnaðarháskóla Íslands, verða kartöflur daufgrænar þegar birta önnur en sólarljós kemst að þeim. "Þessi græni litur er í sjálfu sér ekki hættulegur," segir hann. "Þetta er sami græni liturinn og er í grænmeti. Hins vegar ef kartafla verður dökkgræn, oftast á afmörkuðu svæði, í sólarljósi þá myndast óæskileg efni. Þær eru líka yfirleitt beiskar á bragðið og þykja ekki góðar."

Sigurgeir bendir á að kartöflur verði mjög fljótt ljósgrænar ef þær standa í birtu inni í verslunum.

"Jöfn græn slikja bendir til að kartaflan hafi orðið græn í inniljósi," segir hann.

Það sem gerir dökkgrænu kartöflurnar varasamar er sólanín þegar það nær miklum styrk. Vitað er um nokkur óvenjuleg tilfelli, þar sem fólk hefur í neyð sinni borðað mikið af kartöflum sem hafa legið úti í lengri tíma og orðið meint af enda um skemmd matvæli að ræða.