Könnun | Niðurstöður skoðanakönnunar sem IMG-Gallup vann fyrir Fjarðabyggð voru kynntar bæjarráði í vikunni.
Könnun | Niðurstöður skoðanakönnunar sem IMG-Gallup vann fyrir Fjarðabyggð voru kynntar bæjarráði í vikunni. Í könnuninni var leitað eftir afstöðu íbúa til þess hvort selja ætti félagsheimilin í Fjarðabyggð og hvort sameina ætti nágrannasveitarfélög Fjarðabyggð. 62,7% íbúa Fjarðabyggðar vilja sameinast nágrönnum sínum í Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppi og Mjóafjarðarhreppi, en á móti eru 26,4%. Hins vegar eru íbúar andvígir þeirri hugmynd að félagsheimilin verði seld eða 49,7% en hlynntir eru 39%. Um 11% tóku ekki afstöðu.