Minnisvarði | Samþykkt hefur verið að reisa minnisvarða vegna sjóslysanna sem urðu fyrir um 50 árum, þegar tveir togarar Norðfirðinga, Egill rauði og Goðanes, fórust með minna en tveggja ára millibili.

Minnisvarði | Samþykkt hefur verið að reisa minnisvarða vegna sjóslysanna sem urðu fyrir um 50 árum, þegar tveir togarar Norðfirðinga, Egill rauði og Goðanes, fórust með minna en tveggja ára millibili. Minnisvarðinn verður jafnframt til marks um fádæma þrekraun og kjark björgunarmanna sem stóðu að björguninni og virðingu sem íbúar sveitarfélagsins sýna þeim sjómönnum sem farist hafa í og við sjávarsíðuna. Bæjarráð Fjarðabyggðar, sem samþykkti að minnisvarðinn skyldi reistur í vikunni, óskar eftir samvinnu við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem vilja leggja málefninu lið. Vonast er til að unnt verði að afhjúpa minnisvarðann á sjómannadaginn árið 2006.