Stafdalur opnaður | Á laugardaginn var gátu skíða- og brettamenn á Austurlandi glaðst, því þá var skíðasvæðið í Stafdal í Seyðisfirði opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mjög góð mæting var í fjallið og mátti sjá fólk sem kom víða að.

Stafdalur opnaður | Á laugardaginn var gátu skíða- og brettamenn á Austurlandi glaðst, því þá var skíðasvæðið í Stafdal í Seyðisfirði opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mjög góð mæting var í fjallið og mátti sjá fólk sem kom víða að. Stefnt er að því að fjallið verði opið virka daga frá kl. 15-19 og um helgar frá kl. 11-17. Svæðið er rekið af Seyðisfjarðarkaupstað og Fljótsdalshéraði í sameiningu.