Um snjómokstur á gangstéttum ÉG vil beina þeim tillmælum til ráðamanna bæjarstjórna - eða vegamálastjóra - að sjá til þess að gangstígar og gönguleiðir séu mokaðar.

Um snjómokstur á gangstéttum

ÉG vil beina þeim tillmælum til ráðamanna bæjarstjórna - eða vegamálastjóra - að sjá til þess að gangstígar og gönguleiðir séu mokaðar. Það er eins og þeir sem sjá um mokstur á gangstéttum kunni ekki til verka, þjappa bara snjónum og svo er sandi stráð yfir.

Við gangstéttarbrúnir á gangbrautum er oft orðinn mikill hæðarmunur milli götu og gangstéttar því þar hleðst upp snjóhryggur eftir götumoksturinn. Þetta mætti laga. Eins mætti hreinsa frá strætóskýlunum því þar fer ruðningurinn jafnvel inn í skýlin. Það ætti að senda ruðningsmenn á námskeið í snjómokstri.

Sjóndapur göngumaður.

Þakkarkveðja

ÉG vil koma á framfæri þakkarkveðjum til Sumarferða vegna ferðar til Kanaríeyja sem við fórum 23. nóvember til 4. janúar. Sérstakar kveðjur til Þorsteins Guðjónssonar og Kristínar Tryggvadóttur, fararstjóra, fyrir ógleymanlegan dag 26. desember, sem þau gerðu ógleymanlegan fyrir okkur og börnin okkar.

Rut Sigurðardóttir og Ágúst Karlsson.

Leðurhanskar týndust

SVARTIR leðurhanskar, fóðraðir, týndust líklega á bílaplaninu við Landsbankann á Bæjarhrauni í Hafnarfirði eða á planinu við Austurver. Skilvís finnandi hafi samband í síma 5689343 eða 8651672.

Vantar kvæðasafn Einars Benediktssonar

ÉG er að leita eftir Kvæðasafni Einars Benediktssonar og er búin að fara í allar fornbókasölur og bókabúðir. Ef einhver getur útvegað mér þetta kvæðasafn þá vinsamlega hafið samband við Ástu í síma 5538237.

Höfuðband úr skinni týndist

SL. mánudag týndist höfuðband úr skinni fyrir utan Kramhúsið við Bergstaðastræti. Hef haft fregnir af að það hafi fundist og verið sett á stöðumæli fyrir utan bókabúð Steinars í Bergstaðastræti. Skilvís finnandi hafi samband við Jónu í síma 8680048. Fundarlaun.