— Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
NORÐURLJÓSIN hafa verið mjög tilkomumikil að undanförnu, eins og þessi mynd ber með sér. Hún var tekin í grennd við Vík í Mýrdal í fyrrakvöld.

NORÐURLJÓSIN hafa verið mjög tilkomumikil að undanförnu, eins og þessi mynd ber með sér. Hún var tekin í grennd við Vík í Mýrdal í fyrrakvöld.

Það eru svokallaðir sólvindar sem valda því náttúrufyrirbæri á himni sem kallað er norðurljós á norðurhveli jarðar og suðurljós á suðurhvelinu. Sólvindarnir eru straumur hlaðinna agna sem segulsvið jarðar hrindir frá sér að mestu nema í kringum segulpóla jarðar, þar sem lítill hluti þeirra sleppur inn.

Ljósfyrirbærið er oftast í 100-250 kílómetra hæð. Ljósin eru oftast græn eða rauðfjólublá á litinn.