KAFFITÁR safnaði 710.000 kr. sl. laugardag þegar allir starfsmenn Kaffitárs gáfu vinnu sína til styrktar þeim sem illa urðu úti eftir flóðbylgjuna sem fór um strendur Asíu í desember.

KAFFITÁR safnaði 710.000 kr. sl. laugardag þegar allir starfsmenn Kaffitárs gáfu vinnu sína til styrktar þeim sem illa urðu úti eftir flóðbylgjuna sem fór um strendur Asíu í desember.

Auk vinnustunda sem runnu beint í hjálparsjóðinn, fór öll sala á hráefnum Kaffitárs, að undanteknum virðisaukanum, til að styrkja áðurnefnda söfnun.

Einn viðskiptavina Kaffitárs borgaði t.d. tíu þúsund krónur fyrir einn latte, segir í fréttatilkynningu.