Það er líf í tuskunum í verksmiðjunni.
Það er líf í tuskunum í verksmiðjunni.
SJÓNVARPIÐ sýnir nú fjórðu syrpuna úr breska myndaflokknum Verksmiðjulífi (Clocking Off) sem hefur unnið til fjölda verðlauna og þykir með því albesta sem framleitt hefur verið af leiknu sjónvarpsefni á undanförnum árum.

SJÓNVARPIÐ sýnir nú fjórðu syrpuna úr breska myndaflokknum Verksmiðjulífi (Clocking Off) sem hefur unnið til fjölda verðlauna og þykir með því albesta sem framleitt hefur verið af leiknu sjónvarpsefni á undanförnum árum.

Þættirnir gerast á meðal verkafólks í textílverksmiðju í Manchester á norðanverðu Englandi.

Hver þáttur er sjálfstæð saga og í þeim er sagt frá gleði og raunum verksmiðjufólksins í starfi og einkalífi og gengur jafnan mikið á.

Meðal leikenda eru David Morrissey, Sophie Okonedo, Philip Glenister, Bob Pugh, Nicola Stephenson og Marc Warren.

Verksmiðjulíf er í Sjónvarpinu kl. 20.00.