STJÖRNULIÐ Real Madrid var í gærkvöld slegið út í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Real Madrid og Valladolid, sem leikur í 2. deild, skildu jöfn, 1:1, á Santiago Bernabau, heimavelli Madridarliðsins.
STJÖRNULIÐ Real Madrid var í gærkvöld slegið út í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Real Madrid og Valladolid, sem leikur í 2. deild, skildu jöfn, 1:1, á Santiago Bernabau, heimavelli Madridarliðsins. Þau úrslit dugðu Valladolid til að komast áfram á útimarkareglunni. Staðan var markalaus í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks ákvað Wanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, að skella Zinedine Zidane, Ronaldo og Raúl inná til að skerpa á sóknarleik liðsins. Sá síðastnefndi lagði upp mark fyrir Michael Owen á 66. mínútu en tíu mínutum síðar sló þögn á Bernabau þegar Xavi More jafnaði metin fyrir gestina.