Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þökk fyrir allt og allt.

Gekkst þú með Guði,

Guð þér nú fylgi,

hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

(V. Briem.)

Þakka þér samfylgdina Eyja mín, ég veit við hittumst síðar.

Eiginmanni þínum, dætrum og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð.

Bára Björk.