30. júní 1992 | Innlendar fréttir | 132 orð

ÁTVR: Framleiðsludeild seld fyrir rúmar 15 milljónir

ÁTVR: Framleiðsludeild seld fyrir rúmar 15 milljónir SAMNINGUR um kaup á framleiðsludeild Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins var undirritaður á milli Halldórs Kristjánssonar og ÁTVR í gær. Umsamið kaupverð er rúmar 15 milljónir auk virðisaukaskatts.

ÁTVR: Framleiðsludeild seld fyrir rúmar 15 milljónir

SAMNINGUR um kaup á framleiðsludeild Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins var undirritaður á milli Halldórs Kristjánssonar og ÁTVR í gær. Umsamið kaupverð er rúmar 15 milljónir auk virðisaukaskatts. Kaupverðið er byggt á tilboði Halldórs Kristjánssonar í framleiðslutæki, framleiðslurétt og lager ÁTVR miðað við endurskoðun á fylgihlutum og staðgreiðslu.

Halldór Kristjánsson stóð ásamt konu sinni, Kristínu Stefánsdóttur, að þremur hæstu tilboðunum í framleiðsludeild ÁTVR þegar hún var boðin út af Innkaupastofnun ríkisins, fjármálaráðuneytinu og ÁTVR. Þriðja hæsta tilboðið kr. 15.425.500 var frá Rek-Ís hf. en Halldór og Kristín eiga bæði sæti í stjórn þess fyrirtækis. Tilboð Halldórs, er var í öðru sæti, hljóðaði upp á kr. 16.425.500 en Kristín átti hæsta tilboðið kr. 17.425.500. Með þessum samning hlýtur Halldór framleiðslurétt, framleiðslutæki, lager, vöruheiti og uppskriftir ÁTVR.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.