2. september 1992 | Innlendar fréttir | 208 orð

Árni Böðvarsson Cand. mag. látinn Árni Böðvarsson Cand. mag., málfarsráðunautur

Árni Böðvarsson Cand. mag. látinn Árni Böðvarsson Cand. mag., málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, lést á heimili sínu í gær 1. september, 68 ára að aldri. Árni fæddist 15. maí 1924 að Giljum í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu.

Árni Böðvarsson Cand. mag. látinn Árni Böðvarsson Cand. mag., málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, lést á heimili sínu í gær 1. september, 68 ára að aldri. Árni fæddist 15. maí 1924 að Giljum í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru Böðvar Böðvarsson bóndi þar og kona hans Gróa Bjarnadóttir. Árni las utanskóla til stúdentsprófs og útskrifaðist frá M.R. 1945. Hann lauk Cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1950 með málfræði sem aðalgrein, og prófi í uppeldisfræðum frá Háskóla Íslands 1953. Hann stundaði nám í norskri málsögu og norskum mállýskum við háskólana í Osló og Björgvin 1955-57, og lauk prófi í barnamálvísindum og búlgörsku við háskólann í Uppsölum 1980.

Árni var kennari við ýmsa skóla í Reykjavík að loknu embættisprófi og var sendikennari við háskólana í Osló og Björgvin 1955-57. Hann var kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967-84 og settur dósent við Háskóla Íslands í almennum málvísindum og hljóðfræði 1968-87. Hann var málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins frá 1984 til dauðadags.

Fjöldi kennslubóka og greina um íslenskt mál og málfræði liggja eftir Árna. Hann var m.a. ritstjóri Íslenskrar orðabókar handa skólum og almenningi, sem fyrst kom út árið 1963, og síðastliðið vor kom út eftir hann bókin Íslenskt málfar hjá Almenna bókafélaginu.

Árni lætur eftir sig eiginkonu, Ágústu Árnadóttur, og tvö börn ásamt fósturdóttur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.