30. desember 1987 | Minningargreinar | 702 orð

Guðmundur Í. Guðmundsson Þegar Guðmundur Ívarsson Guðmundsson er kvaddur kemur

Guðmundur Í. Guðmundsson Þegar Guðmundur Ívarsson Guðmundsson er kvaddur kemur margt upp í huga þeirra sem lengi áttu þess kost að starfa með honum, en svo var um marga Suðurnesjamenn. Guðmundur var fæddur í Hafnarfirði 19. júlí 1909. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon skipstjóri og kona hans MargrétGuðmundsdóttir.

Guðmundur lauk prófi í lögfræði 1934. Meðan hann var við nám fór hann á síldveiðar með föður sínum á sumrin og kynntist því af eigin kjörum sjómanna sem hann síðar átti svo eftir að starfa mikið fyrir, sem og verkamenn. Hér verður aðeins vikið að fáu einu. Fljótlega eftir að námi lauk varð Guðmundur lögfræðingur Alþýðusambands Ís lands og í því starfi markaði hann djúp spor sem standa óhögguð enní dag. Guðmundur varð formaður milliþinganefndar sem undirbjó lögin um stéttarfélög og vinnudeilur 1937-38. Lög þessi voru mjög umdeild í upphafi, einkanlega af kommúnistum, sem réðust óvægilega að Guðmundi vegna þessara "þrælalaga" eins og þeir kölluðu lögin í upphafi. En lögin standa óbreytt ennþá og þótt nokkrar tilraunir hafi verið gerðar til þess að breyta þeim hefur það ekki tekizt. Fyrst og fremst fyrir harða andstöðu arftaka kommúnistaflokksins, sem ekki hafa mátt heyra minnst á nokkrar breytingar þessara laga, sem þeir á sínum tíma rægðu Guðmund mest fyrir.

Mikil og margvísleg störf hlóðust fljótt á Guðmund, mörg tengd fé lagsmálum og velferð alþýðumanna og síðar mál tengd utanríkismálum sem urðu hans aðalstarf lengst ævinnar. Fyrstu almenn kynni af Guðmundi hér á Suðurnesjum voru þau að hann tók að sér að sækja svokallað "premíumál" 1940 fyrir sjómenn í Keflavíkurhreppi. Í samningum við útvegsmenn var ákveðiðað velja mætti um "premiu" aflaverðlaun, sem þá voru kr. 1.75 fyrir hvert skippund, eða hlutaskipti. Í vertíðarbyrjun var séð fram á miklar hækkanir og þá ákvað verkalýðsfélagið að allir skyldu taka hlutaskipti. Þessu mótmæltu út gerðarmenn og gerðu almennt baksamning við skipshafnir sínar um að vera upp á "premíu". Mál þetta vann Guðmundur frækilega og færði það sjómönnum í Keflavík og Njarðvík nær 80 þúsund krónur sem skipt var jafnt á alla. Þettavar mikið fé, því þá var krónan, króna. "Premía" á hæstu bátum náði tæpast 2000 krónum yfir vertíðina. Vorið 1942 þegar velja skyldi frambjóðanda fyrir Alþýðuflokkinn til alþingiskosninga í Gullbringuog Kjósarsýslum var Guðmundur einróma valinn og komst á þing sem landskjörinn, fyrstur Alþýðuflokksmanna fyrir kjördæmið eins og það var þá. Þetta þótti mikill sigur því fram að þeim tíma þótti nánast guðlast að kjósa annan en Ólaf Thors hér um slóðir. Guðmundur var þingmaður okkar að undanteknum árunum 1949-53 til ársins 1965 þegar hann lét af þingmennsku og gerðist sendiherra. Guðmundur varð utanríkisráðherra 24. júlí 1965 og gegndi því starfi til 31. ágúst 1965. Sýslumaður í Gullbringu og Kjós og bæjarfógeti í Hafnarfirði varð Guðmundur árið 1945.

Oft gustaði um Guðmund, einkanlega þó í sambandi við vestræna samvinnu og varnarmál sem oft var deilt hart um. Í þeim málum sem öðrum hafði Guðmundur hreinar og klárar skoðanir. Vegna þeirra varðhann oft fyrir óvægilegri gagnrýni og persónulegu níði sem óhjákvæmilega snertu hann og alla fjölskyldu hans djúpt á stundum, þótt ekki flíkaði hann því. Alla tíð stóð Guðmundur fast á íslenzkum málstað og með reisn sem aflaði honum virðingar víða um lönd. Það kom í hlut Guðmundar sem utanríkisráðherra meira en nokkurs annarsað marka störf og stefnu í baráttunni fyrir útfærslu fiskiveiðilögsög unnar. Sem þingmaður okkar kom hann fjölda mála í höfn. Hann út vegaði fyrst peningana til þess að steypa Reykjanesbrautina, hans verk var stofnun Keflavíkurverktaka og svo mætti lengi telja, verksem við njótum góðs af enn í dag. Það var gott að vinna með Guðmundi, hann var fljótur til ákvarðanatöku og fádæma framsýnn svosem dæmin sanna.

Í einkalífinu var Guðmundur mikill gæfumaður, 19. september 1942 giftist hann eftirlifandi konusinni Rósu Ingólfsdóttur. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og aðlaðandi, hlýjan geislaði á móti þeim, sem þar komu og ekki gat farið fram hjá manni hversu innilegt samband þeirra var. Þau eignuðust fimm drengi, en einn lést ungur.

Nú þegar leiðir skilja viljum við þakka Guðmundi órofa tryggð og vináttu frá því fyrst hann hóf störf fyrir Suðurnesjamenn. Minningin um hreinskiptinn og góðan dreng mun lengi lifa.

Rósu og afkomendum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Guð geymi þau og styrki.

Ólafur Björnsson

Ragnar Guðleifsson

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.