3. desember 1992 | Miðopna | 633 orð

Verð í Hagkaup sambærilegt við verslanir í Vestur-Evrópu ­ segja forsvarsmenn

Verð í Hagkaup sambærilegt við verslanir í Vestur-Evrópu ­ segja forsvarsmenn Hagkaups "SAMANBURÐUR á verði í verslunum hér á landi og t.d. í Newcastle er oft ósanngjarn, því oft er ekki um sambærilegar vörur að ræða.

Verð í Hagkaup sambærilegt við verslanir í Vestur-Evrópu ­ segja forsvarsmenn Hagkaups "SAMANBURÐUR á verði í verslunum hér á landi og t.d. í Newcastle er oft ósanngjarn, því oft er ekki um sambærilegar vörur að ræða. Við getum til dæmis boðið útigalla á börn á allt frá 1.995 krónum upp í 8.995, en þá er verulegur munur á göllunum, því sá síðarnefndi er úr goritex-efni. Ég er sannfærður um að sá galli, sem nefndur er í verðkönnun Morgunblaðsins um helgina og sagður kosta 2.070 krónur í Newcastle, er ekki úr slíku efni," sagði Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í samtali við Morgunblaðið.

Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Jón að máli, ásamt þeim Þorsteini Pálssyni sölustjóra og Þorbirni Stefánssyni innkaupastjóra. Þeir sögðu, að Hagkaup gæti boðið verð, sem væri fyllilega sambærilegt við verð í Vestur-Evrópu. Norðmenn, sem hefðu heimsótt fyrirtækið fyrir skömmu, hefðu til dæmis verslað mikið þar, enda teldu þeir verðið sérstaklega hagstætt. Þorsteinn og Þorbjörn sögðu, að umræðan um miklu lægra verð í verslunum erlendis kæmi illa við innkaupamenn, sem teldu vegið að starfsheiðri sínum. Þeir sögðu, að Hagkaup keypti inn fatnað í gegnum söluskrifstofur verslanakeðjunnar C&A.; "Þar með hefur Hagkaup aðgang að sömu framleiðendum og C&A; og tólf innkaupamenn Hagkaups fara tvisvar á ári til Austurlanda fjær, til að leita uppi góðar og ódýrar vörur á söluskrifstofum fyrirtækisins. Þá getur Hagkaup einnig látið framleiða fatnað fyrir sig sérstaklega og nýtur þá góðs af gæðaeftirliti C&A;," sögðu þeir.

Jón Ásbergsson bætti við, að tveir innkaupamenn Hagkaups færu í dag til Hong Kong og Kóreu, þar sem Hagkaup ætlaði að láta framleiða fyrir sig úlpur, sem yrðu til sölu í verslunum fyrirtækisins næsta haust, á 2.900 til 5.400 krónur. "Við kaupum fram í tímann og leitum uppi ódýra markaði og með því móti getum við boðið verð, sem er fyllilega sambærilegt við verð í nágrannalöndum okkar," sagði Jón. "Í Evrópu höfum við einnig þann háttinn á, að við kaupum beint frá framleiðanda. Við kaupum herra- og dömufatnað til dæmis frá þýska framleiðandanum Steilman, sem selur vörur til allra helstu vöruhúsa álfunnar."

Þorbjörn benti á, að Hagkaup gætti þess einnig að flytja vöruna til landsins á sem ódýrastan hátt, því henni væri safnað saman í Rotterdam og hún flutt í safngámum heim. Þorsteinn sagði, að Hagkaup byrjaði líka á að gera sér grein fyrir, hvaða verð væri hægt að bjóða neytendum og leitaði svo uppi vöru á því verði, sem uppfyllti kröfur fyrirtækisins. "Við gerum okkur grein fyrir að við eigum í samkeppni við verslanir í Evrópu og jafnvel í Bandaríkjunum, svo við munum stefna að því áfram að bjóða sem besta vöru á sem lægstu verði."

2ja ára stúlkaHagkaup Newcastle

Bómullarpeysa 1.295 900 Ullarpeysa 909 540 Rúllukragabolur 989 450 Smekkgallabuxur 1.295 900 Flauelsbuxur 1.295 450 Kjóll 1.995 1.080 Útigalli 1.995 2.070

Samtals 9.853 6.480 Samtals án vsk. 7.914 10 ára drengur

Bómullarpeysa 1.695 1.530 Ullarpeysa 1.895 1.080 Skyrta 1.495 720 Gallabuxur 1.695 1.980 Flauelsbuxur 1.895 1.440 Íþróttagalli 1.595 2.070 Úlpa 3.995 3.600

Samtals 14.265 12.420 Samtals án vsk. 11.458 15 ára stúlka

Bómullarpeysa 2.295 3.420 Ullarpeysa 2.695 3.240 Rúllukragabolur 1.495 1.170 Gallabuxur 3.695 3.600 Flauelsbuxur 3.495 2.360 Kápa 7.995 6.750

Samtals 21.670 20.540 Skófatnaður á börnin

Kuldaskór á

á

Samtals 6.590 6.100 Samtals án vsk. 5.293 Kvenfatnaður

Ullarpeysa 2.695 2.600 Síðbuxur 2.995 2.700 Ullarjakki 6.995 4.500 Kápa 9.995 13.500

Samtals 22.680 23.300 Karlmannafatnaður

Ullarpeysa 2.495 3.200 Síðbuxur 2.495 2.500 Stakur jakki

8.900 Ullarfrakki

Samtals 45.975 35.300 Skófatnaður á fullorðna

Dömuskór

ítalskir 3.695 3.300

Samtals 6.690 6.500

107.849 104.690

Morgunblaðið/Kristinn

Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í kasmírullarfrakka úr versluninni og Þorsteinn Pálsson sölustjóri og Þorbjörn Stefánsson innkaupastjóri, með sýnishorn af vörum.

Hagkaupsmenn tóku saman verð á ýmsum vörum í versluninni og báru saman við verð í Newcastle, sem gefið var upp í verðkönnun Morgunblaðsins á sunnudag.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.