12. janúar 1993 | Innlendar fréttir | 150 orð

Ingimar Eydal tónlistarmaður látinn

Ingimar Eydal tónlistarmaður látinn INGIMAR Eydal tónlistarmaður og kennari á Akureyri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 10. janúar, 56 ára gamall. Ingimar Eydal var fæddur á Akureyri 20. október árið 1936.

Ingimar Eydal tónlistarmaður látinn

INGIMAR Eydal tónlistarmaður og kennari á Akureyri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 10. janúar, 56 ára gamall.

Ingimar Eydal var fæddur á Akureyri 20. október árið 1936. Foreldrar hans voru Hörður Eydal og Pálína Eydal. Ingimar var kennari við Tónlistarskóla Dalvíkur árin 1965­67 og kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri frá árinu 1967.

Hann stofnaði eina vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómsveit Ingimars Eydal, árið 1960 og hefur hún verið starfandi síðan, utan árin 1976­78. Hljómsveitin lék inn á margar hljómplötur og hafa lög hennar notið mikillar hylli meðal landsmanna. Margoft fór hljómsveitin til að leika á þorrablótum fyrir Íslendinga á erlendri grundu.

Ingimar var varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Akureyrar árin 1974­1982, sat í æskulýðsráði og félagsmálaráði og var formaður áfengisvarnanefndar Akureyrarbæjar. Þá var hann einnig um tíma formaður Norræna félagsins á Akureyri.

Eftirlifandi eiginkona hans er Ásta Sigurðardóttir og áttu þau fjögur börn.

Ingimar Eydal.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.