19. janúar 1993 | Innlendar fréttir | 125 orð

Jón Páll Sigmarsson látinn Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingamaður og

Jón Páll Sigmarsson látinn Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingamaður og aflraunamaður, varð bráðkvaddur síðdegis á laugardag er hann var við æfingar í vaxtaræktarstöð sinni við Suðurlandsbraut. Hann var 32 ára að aldri. Jón Páll fæddist þann 28. apríl árið...

Jón Páll Sigmarsson látinn Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingamaður og aflraunamaður, varð bráðkvaddur síðdegis á laugardag er hann var við æfingar í vaxtaræktarstöð sinni við Suðurlandsbraut. Hann var 32 ára að aldri.

Jón Páll fæddist þann 28. apríl árið 1960. Hann var meðal þekktustu kraftlyftingamanna landsins. Hann keppti í greininni bæði hér á landi og erlendis og hlaut fjórum sinnum titilinn Sterkasti maður heims. Þá varð hann tvívegis Íslandsmeistari í vaxtarrækt og var kjörinn Íþróttamaður ársins árið 1981. Jón Páll rak líkamsræktarstöðina GYM 80 á Suðurlandsbraut 6.

Eftirlifandi foreldrar Jóns Páls eru Dóra Jónsdóttir og Sigmar Jónsson. Jón Páll ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Sveini Guðmundssyni. Jón Páll lætur eftir sig 9 ára son, Sigmar Frey.

Jón Páll Sigmarsson.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.