Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bóndi látinn Borg í Miklaholtshreppi. Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi bóndi í Dalsmynni í Eyjahreppi, lést 24. þessa mánaðar á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Hann var á 91. aldursári, fæddur 15. september 1902.

Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bóndi látinn Borg í Miklaholtshreppi. Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi bóndi í Dalsmynni í Eyjahreppi, lést 24. þessa mánaðar á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Hann var á 91. aldursári, fæddur 15. september 1902.

Guðmundur var mikill búmaður af guðs náð, fór vel með sinn búsmala. Hann átti alltaf fallega og góða hesta og naut þess oft að fara á hestbak og oftast hafði hann sér við hlið barnabörn sín sem hann var að kenna að fara með hesta. Allar athafnir hans á jörð sinni bera vott um stórhug og farsæld í hans búskap.

Eftirlifandi kona Guðmundar er Margrét Guðmarsdóttir, sveitarskáld Snæfellinga. Þau eignuðust 11 börn sem öll eru á lífi, allt manndómsfólk í bestu merkingu þess orðs.

- Páll.