Morgunblaðið er lesið ef maður vill fylgjast með 85% sammála ­ 12,9% ósammála ER SETT var fram sú fullyrðing í könnun Félagsvísindastofnunar að Morgunblaðið væri lesið, ef menn vildu fylgjast með, sagðist yfirgnæfandi meirihluti henni frekar eða mjög...

Morgunblaðið er lesið ef maður vill fylgjast með 85% sammála ­ 12,9% ósammála

ER SETT var fram sú fullyrðing í könnun Félagsvísindastofnunar að Morgunblaðið væri lesið, ef menn vildu fylgjast með, sagðist yfirgnæfandi meirihluti henni frekar eða mjög sammála, eða 85% svarenda. Ósammála voru hins vegar alls 12,9%.

Þeir, sem sögðust frekar sammála því, að Morgunblaðið væri lesið ef menn vildu fylgjast með, voru 48,7% og 36,3% sögðust mjög sammála. Rúmlega 2% gátu ekki gert upp hug sinn, 9,7% voru frekar ósammála og 3,2% mjög ósammála.