Fyrirtæki Breytingar hjá Víkurhugbúnaði ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta nafni Víkurhugbúnaðar í Ráðhugbúnað jafnframt því sem starfsmönnum hefur fjölgað úr þremur í sex. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í þróun viðskiptakerfa og býður svonefndan Ráð hugbúnað.

Fyrirtæki Breytingar hjá Víkurhugbúnaði

ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta nafni Víkurhugbúnaðar í Ráðhugbúnað jafnframt því sem starfsmönnum hefur fjölgað úr þremur í sex. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í þróun viðskiptakerfa og býður svonefndan Ráð hugbúnað. Kerfið samanstendur af fjárhagsbókhaldi, viðskiptamannakerfi, lagerkerfi, sölukerfi, launakerfi og tilboðskerfi.

Ráðhugbúnaður hefur einnig hannað fjölda sérkerfa t.d. bílasölukerfi, hótelkerfi, kassakerfi fyrir verslanir, kerfi fyrir myndbandaleigur o.fl. Í fréttatilkynningu kemur fram að þess hafi verið gætt við þróun á kerfum að þau séu fyrst og fremst auðveld í notkun. Engu að síður séu þau í hæsta gæðaflokki og er á það bent að bókhaldskerfið sé mjög vinsælt meðal endurskoðenda.

Ráðhugbúnaður er nú til húsa í Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði og byggist starfsemin nú fyrst og fremst á þjónustu við notendur ásamt áframhaldandi þróun kerfa.