Fólk Lögskipti með aukna þjónustu LÖGSKIPTI er nafn á skrifstofu sem Bergur Guðnason hdl., Rúnar S. Gíslason hdl. og Eggert Steingrímsson viðskiptafræðingur reka sameiginlega.

Fólk Lögskipti með aukna þjónustu

LÖGSKIPTI er nafn á skrifstofu sem Bergur Guðnason hdl., Rúnar S. Gíslason hdl. og Eggert Steingrímsson viðskiptafræðingur reka sameiginlega. Helstu sérsvið skrifstofunnar eru skattauppgjör einstaklinga og fyrirtækja, skiptastjórn á dánar- og þrotabúum, stofnun fyrirtækja og rekstrarráðgjöf, eignaumsýsla og innheimtur og almenn lögfræðistörf.

Bergur Guðnason var lögfræðingur skattstjórans í Reykjavík 1968-1977. Hann hefur rekið eigin lögfræðistofu síðan 1977 með skattamál sem sérsvið ásamt öllum almennum lögfræðistörfum.

Rúnar S. Gíslason starfaði sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi og sýslumanninum í Kjósasýslu 1983-1992 .

Eggert Steingrímsson var skrifstofustjóri hjá Skýrr frá 1977-1982. Hann var framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar í Reykjavík frá 1982- 1992. Eggert stundaði framhaldsnám í stjórnun við Brighton Polytechnic veturinn 1990-1991.

ÞJÓNUSTA - Rúnar S. Gíslason hdl., Bergur Guðnason hdl. og Eggert Steingrímsson viðskiptafræðingur reka nú sameiginlega skrifstofu undir nafninu Lögskipti. Á myndinni er einnig Íris Björnes ritari.