Nýsköpun Skynjaratækni til Sauðárkróks FRAMLEIÐSLA á gasskynjurum verður hafin á næstunni á vegum Rafmagnsverkstæðis KS á Sauðárkróki undir vörumerkinu Skynjaratækni. Skynjarakerfin voru upphaflega þróuð af dr. Þorsteini I. Sigfýssyni, prófessor.

Nýsköpun Skynjaratækni til Sauðárkróks

FRAMLEIÐSLA á gasskynjurum verður hafin á næstunni á vegum Rafmagnsverkstæðis KS á Sauðárkróki undir vörumerkinu Skynjaratækni.

Skynjarakerfin voru upphaflega þróuð af dr. Þorsteini I. Sigfýssyni, prófessor. Þau verða markaðssett sem varúðarog öryggistæki, t.d. sem ammóníaksskynjarar fyrir frystihús og sláturhús, freonskynjarar í báta og flutningatæki o.fl.

Að sögn forsvarsmanna mun Skynjaratækni leitast við að sérhanna skynjara með íslenska notendur í huga en jafnframt hyggur fyrirtækið á útflutning.

Í verkefnisstjórn Skynjaratækni á Sauðárkróki eru Kristján Björn Garðarsson, iðnráðgjafi, Rögnvaldur Guðmundsson, Jón E. Friðriksson og Þorsteinn I. Sigfússon.