Svíþjóð Iðnrekendur svartsýnir SÆNSK iðnfyrirtæki eru mjög svartsýn á nánustu framtíð og 40% þeirra hafa uppi áform um samdrátt í framleiðslu á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram í könnun sem sænska hagstofan lét gera í desember.

Svíþjóð Iðnrekendur svartsýnir

SÆNSK iðnfyrirtæki eru mjög svartsýn á nánustu framtíð og 40% þeirra hafa uppi áform um samdrátt í framleiðslu á fyrri helmingi ársins.

Þetta kemur fram í könnun sem sænska hagstofan lét gera í desember. Þá hafði sænska krónan fallið um 15% samanborið við ECU, en nú hefur hún fallið um 20%. Þrátt fyrir þetta mikla gengisfall og bætta samkeppnisstöðu í kjölfar þess voru sænsk fyrirtæki mjög svartsýn á framtíðina.

Um 40% fyrirtækjanna sögðust ætla að draga úr framleiðslu sinni á fyrri árshelmingi 1993, en aðeins 20% áformuðu að auka framleiðslu sína. Í sams konar könnun sem gerð var í september áformuðu helmingi færri fyrirtæki að draga úr framleiðslu.

Rúmlega helmingur fyrirtækjanna upplýstu einnig að gert væri ráð fyrir að fækka starfsfólki á árinu.