Verkfræðistörf Virkir-Orkint með tilboð á Filippseyjum VERKFRÆÐIFYRIRTÆKIÐ Virkir-Orkint hefur gert tilboð á Filippseyjum um uppsetningu á 200 mW gufurafstöð. Um er að ræða tilboð upp á tugi milljóna króna.

Verkfræðistörf Virkir-Orkint með tilboð á Filippseyjum

VERKFRÆÐIFYRIRTÆKIÐ Virkir-Orkint hefur gert tilboð á Filippseyjum um uppsetningu á 200 mW gufurafstöð. Um er að ræða tilboð upp á tugi milljóna króna. Niðurstaða útboðsins ætti að liggja fyrir eftir u.þ.b. mánuð að sögn Svavars Jónatanssonar stjórnarformanns Virkis-Orkint.

"Það eru fleiri sem bjóða og ekkert að vita hver niðurstaðan verður," sagði Svavar Jónatansson. Hann sagði þó jafnframt að ef tilboði Virkis-Orkints yrði tekið þá muni 12 verkfræðingar fara til Filippseyja og dvelja þar allt frá 4 mánuðum upp í 2 ár.

Virkir-Orkint hefur verið í samstarfi við filippseyskt og nýsjálenskt fyrirtæki vegna þessa máls.

Virkir-Orkint er að helmingi í eigu verkfræðistofa í Reykjavík, 32% í eigu Orkustofnunar og 18% Hitaveitu Reykjavíkur.