Ný tónlist á Myrkum músíkdögum 28. janúar ­ 14. febrúar Ísland, Skotland, Færeyjar og Japan Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar verður nú meiri að efni og umfangi en áður, flutt verður tónlist frá sex löndum á sextán tónleikum.

Ný tónlist á Myrkum músíkdögum 28. janúar ­ 14. febrúar Ísland, Skotland, Færeyjar og Japan Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar verður nú meiri að efni og umfangi en áður, flutt verður tónlist frá sex löndum á sextán tónleikum. Nærri fjörutíu verk verða frumflutt á hátíðinni, meðal annars 22 íslensk sönglög eftir félaga í Tónskáldafélaginu. Kynning á nýjungum í íslenskri tónsköpun hefur frá upphafi verið markmið hátíðarinnar og á næstu þrem vikum verða flutt 52 íslensk verk og 33 erlend. Að utan kemur ný tónlist frá Japan og Evrópu, sérstaklega Skotlandi og Færeyjum. Dagskrá hátíðarinnar fer hér á eftir.

28. janúar Háskólabíó, kl. 20.00. Fimmtud. Sinfóníuhljómsveit Íslands. 29. janúar Café Sólon Íslandus, kl. 21.00. Föstud. Tommy Smith og Jasskvartett Reykjavíkur. 30. janúar Kjarvalsstaðir, kl. 17.00. Laugard. Auður Hafsteinsdóttir, fiðla. 31. janúar Kjarvalsstaðir, kl. 20.30. Sunnud. Blásarakvintett Reykjavíkur. 3. febrúar Norræna húsið, kl. 12.30. Miðvikud. Háskólatónleikar: Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík. Kjarvalsstaðir, kl. 20.30. Reykjavíkurkvartettinn. 6. febrúar Hallgrímskirkja, kl. 17.00. Laugard. Iain Quinn, orgel. 7. febrúar Safnaðarheimili Akureyrar, kl. 17.00. Sunnud. Kammerhljómsveit Akureyrar. Kjarvalsstaðir, kl. 20.30. Kammerhópurinn Ýmir. 8. febrúar Listasafn Íslands, kl. 20.30. Mánud. James Clapperton, píanó. 10. febrúar Norræna húsið, kl. 12.30. Miðvikud. Háskólatónleikar, nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík. Ráðhúsið, Tjarnarsalur, kl. 20.30. Flytjendur Pétur Jónasson, Kolbeinn Bjarnason, Sigurður Flosason o.fl. 11. febrúar Listasafn Íslands, kl. 20.30. Fimmtud. Paragon Ensemble of Scotland. 12. febrúar Hafnarborg, kl. 20.30. Föstud. Frumflutningur 22 íslenskra sönglaga. 13. febrúar Ráðhúsið, Tjarnarsalur, kl. 14.00. Laugard. Tónsmiðja barnanna. 14. febrúar Listasafn Íslands, kl. 20.30. Sunnud. Lokatónleikar Myrkra músikdaga; Caput og Paragon.