Auður Helga Samúelsdóttir - viðbót Nú ert þú leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í þar átt þú hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þá mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól.
Dóttir í dýrðar hendi
Drottins, mín sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elski þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú
(Hallgrímur Pétursson)
Með orðum þessa sálms viljum við kveðja í hinzta sinn Auði frænku okkar, og þakka af hlýjum hug þær góðu stundir sem við áttum saman.
Megi algóður Guð veita ástvinum hennar styrk og huggun á kveðjustundu.
Blessuð sé minning hennar.
Grétar, Dísa og Óli.