Daníel Ágúst Haraldsson er fæddur 26. ágúst 1969 í Stokkhólmi. „Mamma var í læknanámi þar en svo bjuggum í Danmörku í nokkur ár þar sem mamma var að vinna og síðan í Mosfellssveit eins og bærinn hét þá þegar ég var fimm ára. Sjö ára flutti ég á Háaleitisbraut 30 og bjó þar fram yfir þrítugt.“ Daníel Ágúst gekk í Ísaksskóla og fór í níu ára bekk í Álftamýrarskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989.
Meira