Guðni Einarsson gudni@mbl.is Reykjavíkurborg sendi í gær út fréttatilkynningu um að meirihlutinn í skóla- og frístundaráði borgarinnar hefði lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk sem starfi í Borgaskóla og Engjaskóla. Einn skóli á unglingastigi, Víkurskóli, verði fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Skólahald í Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið. Nemendum verður boðin skólavist í Engjaskóla þar sem öll yngri skólabörn úr Staðahverfi sameinast. Tryggja á skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota þar til fjöldi 6-12 ára nemenda í Staðahverfi er orðinn 150.
Meira