Greinasafnsleit

Raða eftir
Tímabil:

Efnisflokkar fela flokka

Núverandi flokkar
Eldri flokkar
13. september 1998 | Íþróttir | 1109 orð

Martröð markvarðanna

Kvennaknattspyrnan er á uppleið á Íslandi segir markadrottningin Olga Færseth m.a. við Stefán Stefánsson sem ræddi við hana eftir að hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. Meira
11. ágúst 1998 | Íþróttir | 612 orð

Póló örugglega fínt fyrir mig

RAGNHILDUR Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í golfi á sunnudaginn í annað sinn. Hún kom öllum á óvart með því að verða Íslandsmeistari árið 1985, þá þrettán ára, og nú endurtók hún leikinn eftir 13 ára bið. Ragnhildur er fædd í Lundúnum 21. júní 1970, en fluttist til Íslands strax á fyrsta ári. Meira
5. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 1889 orð

Skemmtilegra að tala um Ellen en Harrison Ford Anne Heche var búin að fá aðalhlutverkið í Sex dagar sjö nætur þegar fréttist að

Í HOLLYWOOD var búið að ákveða að Anne Heche yrði næsta stórstjarnan til að tæla áhorfendur í bíóhúsin, hún hefur leikið aukahlutverk í nokkrum stórum myndum undanfarið, t.d. á móti Robert De Niro og Dustin Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 153 orð

Sigursæl lið frá Flúðaskóla

Hrunamannahreppi.MIKILL íþróttaáhugi hefur verið meðal nemenda Flúðaskóla á undanförnum árum og keppnisliðum skólans hefur vegnað vel í körfuknattleik og badminton. Má nefna að stúlkur í 10. bekk unnu sínar jafnöldrur í héraðinu fimmta árið í röð. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 85 orð

Fjórtán þjálfarar fá styrk

VERKEFNASJÓÐUR Íþrótta- og ólympíusambands Íslands úthlutaði gær styrkjum til 14 þjálfara. Styrkurinn er ætlaður til að kynna sér nýjungar og aðferðir í þjálfun erlendis. Eftirtaldir þjálfarar hlutu styrk: Auður Inga Þorsteinsdóttir (fimleikar), Auður Skúladóttir (knattspyrna), Ásmundur Ísak Jónsson (karate), Broddi Kristjánsson (badminton), Brynjar Þór Þorsteinsson (körfuknattleikur), Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 135 orð

Indónesía meistari

INDÓNESÍA varði titilinn í heimsmeistarakeppni landsliða í badminton þegar liðið vann Malaysíu 3:2 í úrslitum í Hong Kong á sunnudag. Indónesía hefur þar með orðið meistari þrjú ár í röð og alls 11 sinnum en danski þjálfarinn Morten Frost tapaði í annað skiptið í röð í úrslitum. 1996 var hann þjálfari danska liðsins sem tapaði 5:0 fyrir Indónesíu í úrslitum. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 153 orð

Frost fagnaði sigri á Dönum DANSKI þjálfarinn Morten Fr

DANSKI þjálfarinn Morten Frost stýrði landsliði Malasíu til sigurs á Dönum, 3:2, í undanúrslitum á HM karlalandsliða, Thomas Cup, í badminton sem nú stendur yfir í Hong Kong. Frost, sem er einn besti badmintonmaður sem Danir hafa átt, var rekinn sem þjálfari danska landsliðsins fyrir tveimur árum vegna þess að liðið náði þá ekki í undanúrslit keppninnar. Meira
5. maí 1998 | Menningarlíf | 3723 orð

Hin norræna ferðaakademía

PAR Anders Andreason og Camilla Palm sem nema við skólana í Umeá og í Kaupmannahöfn fengu grunnhugmyndina að Lucky Thirteen í desember 1996. Þeim datt í hug að setja saman hóp af norrænum myndlistarskólanemum og sækja svo um styrki til að ferðast um Norðurlöndin eitt sumar og starfrækja á sama tíma eitthvað sem kalla mætti ferðaakademíu. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 542 orð

Allur aldur þarfnast hreyfingar

GRÆNI lífseðillinn er samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytis og Íþróttasambands Íslands. Framkvæmd verkefna er í höndum Heilsueflingar og Íþrótta fyrir alla. Margir hafa breytt lífsstíl sínum til hins betra og eru meðvitaðir um nauðsyn þjálfunar á öllum aldri. Ábyrgð okkar foreldranna er mikil, að láta börnin temja sér heilbrigðan lífsstíl og vera fyrirmynd þeirra. Meira
31. mars 1998 | Íþróttir | 394 orð

Badminton Pro Kennex, Icelandic Open, var haldið í Íþróttahöllin

Pro Kennex, Icelandic Open, var haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri fyrir skömmu. Tveir breskir keppendur voru meðal þátttakenda bræðurnir Anthony Bush og Peter Bush. Óhætt er að segja að Brynja Pétursdóttir hafi stolið senunni en hún gerði sér lítið fyrir og sigraði þrefalt þ.e. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 270 orð

Íslensk stjarna í Svíþjóð

Hugi Víkingur Heimisson er fjórtán ára Íslendingur sem búsettur er Svíþjóð. Hann þykir einn efnilegasti badmintonspilari Svía og hefur náð mjög góðum árangri á mótum þar í landi. Í vetur byrjaði hann að æfa með unglingalandsliði Svía, sem skipað er leikmönnum 15 ára og yngri, og Hugi því með yngstu mönnum þar. Meira
25. mars 1998 | Fólk í fréttum | 396 orð

315 ára antik-gengi

KVISAST hefur út að nokkrir eldri menn, sem tilheyra hópnum "antikgengið", iðki badminton í TBR-húsinu við Gnoðarvog og vert væri að gera sér ferð þangað. Það var gert en þegar blaðamaður spurðist fyrir um "nokkra eldri karla" varð fyrir svörum reffilegur badmintonspilari sem sagði að það væru ekki "nokkrir eldri karlar" heldur tveir karlar og tveir krakkar. Meira
20. mars 1998 | Íþróttir | 474 orð

Badminton

Íslandsmót unglinga Móti fór fram í Stykkishólmi 13.-15. mars: Einliðaleikur hnokkar: Daníel ReynissonUMFH sigraði Arthúr G. Jósefsson TBR 11:7/11:7 Einliðaleikur tátur: Halldórar E. Jóhannsdóttir TBR sigraði Önnu Þorleifsdóttir Víkingi 11:8/11:1 Tvíliðaleikur hnokkar: Arthúr Jósefs./Atli Jóhannes. Meira
20. mars 1998 | Íþróttir | 231 orð

Fyrsti meistari Hrunamanna

Íslandsmeistarmót unglinga í badminton var haldið í Stykkishólmi dagana 13.-14. mars. Það var vel til fundið að halda mótið í Stykkishólmi, því þar liggja rætur þessarar íþróttar. Fyrsta Íslandsmótið í badminton var haldið í Stykkishólmi árið 1949 og eignuðust "Hólmarar" fyrsta Íslandsmeistarann, Ágúst Bjarnason. Síðast var Íslandsmótið haldið á Stykkishólmi fyrir 40 árum. Meira
19. mars 1998 | Íþróttir | 204 orð

Yngsti leikmaðurinn11 ára

PAVEL Ermolinskij er yngsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, aðeins 11 ára. Pavel var á leikskýrslu með ÍA gegn Njarðvíkingum á dögunum. Hann tók ekki beinan þátt í leiknum, en að vera á leikskýrslu nægir til að fá leikinn skráðan. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 486 orð

STEPHEN Leaney, sem er 29 ára og

STEPHEN Leaney, sem er 29 ára og á fyrsta ári í evrópsku mótaröðinni, sigraði á Opna Marokkómótinu sem lauk á sunnudag. Hann var með fjögurra högga forystu fyrir síðasta hringinn á sunnudag og kom inn eftir hann átta höggum á undan næsta keppanda, Svíanum Robert Karlsson. Leaney fékk um 7 milljónir króna í sigurlaun. Meira
14. mars 1998 | Blaðaukar | 386 orð

Badmintonspaði á óskalistanum

"VIÐ tölum aðallega saman og erum svo með bænastund í lok hvers tíma," segir Halldóra Þórsdóttir sem hefur verið í fermingarfræðslu í Seltjarnarneskirkju. Hún verður fermd 19. apríl og segir að sér finnist tímarnir bara skemmtilegir. Fyrir ferminguna þarf hún að vera búin að fara í að minnsta kosti tíu messur. "Ég er þegar búin að fara tíu sinnum svo það er allt í lagi. Meira
14. mars 1998 | Íþróttir | 298 orð

UM HELGINAHandknattleikur

Handknattleikur Laugardagur: 1. deild karla KA-heimilið:KA - ÍBV16.20 2. deild karla: Laugardalsh.:Ármann - Fjölnir18 Sunnudagur: 1. Meira
13. mars 1998 | Íþróttir | 79 orð

Í kvöld Handknattleikur 2. deild karla: Selfoss:Selfoss - Fylkir20 Akureyri:Þór - Hörður19 Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ

Handknattleikur 2. deild karla: Selfoss:Selfoss - Fylkir20 Akureyri:Þór - Hörður19 Knattspyrna Meira
5. mars 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Íþróttamaður Borgarbyggðar 1997 valinn

Borgarnesi-Greint var frá kjöri "íþróttamanns Borgarbyggðar" í lok íþróttadags í Borgarnesi 19. febrúar sl. Það er tómstundanefnd Borgarbyggðar sem valdi besta íþróttafólkið í hverri grein eftir tilnefningur frá Íþróttafélaginu Kveldúlfi, Umf. Skallagrími, Umf. Stafholtstungna, Golfklúbbi Borgarness og Hestamannafélaginu Skugga. Meira
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.