„Ég hefði getað þurrkað Íran út af kortinu“

Konur sýna trúartákn á höndum sínum er þær taka þátt …
Konur sýna trúartákn á höndum sínum er þær taka þátt í mótmælum við gamla húsnæði sendiráðs Bandaríkjanna í Teheran. AFP

„Vafalaust hefði ég náð endurkjöri með því að beita hervaldi gegn Íran, slíkt hefði sýnt fram á hörku mína og karlmennsku. Ég hefði getað þurrkað Íran út af kortinu með þeim vopnum sem við bjuggum yfir. En fjölmargir saklausir borgarar hefðu þá týnt lífi og sennilega gíslarnir líka. Ég kaus því að hlusta ekki á þessar raddir og að lokum var ég bænheyrður - gíslarnir sneru aftur frjálsir heim og heilir. Þetta var því rétt ákvörðun þó hún hafi ekki verið auðveld á þeim tíma,“ sagði Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, í viðtali við sjónvarpsstöðina CNBC.

„Niður með Bandaríkin
„Niður með Bandaríkin" segja mótmælendur í Teheran. AFP

Þess er í dag minnst að 40 ár eru liðin frá því að 52 Bandaríkjamenn voru hnepptir í gíslingu í Teheran af írönskum bókstafstrúarmönnum. Var fólkinu haldið í gíslingu í sendiráði Bandaríkjanna í alls 444 daga en sleppt fáeinum mínútum eftir að eftirmaður Carters, Ronald Reagan, sór embættiseið...