Var sem ógnandi dýr í norskum fjörðum

Tirpitz sést hér á siglingu inn norskan fjörð í október …
Tirpitz sést hér á siglingu inn norskan fjörð í október 1942 ásamt nokkrum tundurspillum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Orrustuskipið Tirpitz er enn eitt stærsta herskip sem smíðað hefur verið fyrir evrópskan her. Var það tekið í þjónustu Þriðja ríkisins árið 1941 og eyddi nær öllum sínum styrjaldarárum í norskum fjörðum þaðan sem það gat ógnað skipalestum bandamanna á Norður-Atlantshafi. Ummerki eftir þennan risa má enn greina í norsku landslagi og trjágróðri.

Tirpitz og systurskipið Bismarck voru af Bismarck-gerð orrustuskipa sem smíðuð voru fyrir sjóher Þriðja ríkisins á árunum fyrir og um stríð. Tirpitz er nefnt eftir aðmírálnum Alfred von Tirpitz, sem skipulagði flotaveldi þýska keisaradæmisins fyrir heimsstyrjöldina fyrri, og er Bismarck nefnt eftir Otto von Bismarck, kanslara Þýskalands árin 1871-1890.

Framkvæmdir hófust við smíði Tirpitz í flotasmíðastöð í Wilhelmshaven í Þýskalandi í nóvembermánuði árið 1936. Tveimur árum seinna var skrokkurinn að mestu tilbúinn en skipið var afhent til herþjónustu 25. febrúar 1941. Rétt eins og systurskipið var Tirpitz vopnað átta 38...