Nýsköpun í réttu hlutfalli við íhaldssemi besta blandan

Finnur Geirsson segir að samkeppnisstaða íslenskra sælgætisframleiðenda sé ekki góð …
Finnur Geirsson segir að samkeppnisstaða íslenskra sælgætisframleiðenda sé ekki góð og að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert það sem í þeirra valdi standi til þess að jafna leikinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Líklega hafa fá vörumerki á Íslandi jafn vissan sess í þjóðarsálinni og Nói Síríus. Allt frá blautu barnsbeini þekkja börn þetta gamalgróna fyrirtæki og vörur þess fylgja fólki ævina alla, á stórhátíðum, á ferðum um landið og gjarnan grípur fólk þær með sér þegar haldið er út fyrir landsteinana.

Saga fyrirtækisins er orðin löng og var því fagnað 5. júní síðastliðinn að 100 ár voru liðin frá stofnun þess. Það er ekki aðeins hin langa og farsæla saga sem gerir fyrirtækið einstakt. Því ræður einnig sú staðreynd að allan starfstímann, að fjórum fyrstu árum þess undanskildum, hefur það verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Aðeins fjórir menn hafa gegnt starfi forstjóra á vettvangi þess, tveir úr ranni fjölskyldunnar, og Finnur Geirsson, núverandi forstjóri, fagnar því sömuleiðis um þessar mundir að þrjátíu ár eru liðin frá því að hann tók við keflinu úr hendi frænda síns, Kristins heitins Björnssonar, síðar forstjóra Skeljungs.

Aldarafmælið og spennandi...