„Alveg vonlaust“

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Landspítalinn/BUGL neitar ákveðnum hópi barna um fullnægjandi hjálp ár hvert. Börn sem eru í svipaðri stöðu og dóttir mín; með svipaðan vanda, vanvirkni, kvíða og þunglyndi. Ár hvert bætast 15 til 20 börn við þennan hóp. Það er vitað að án viðeigandi aðstoðar muni þau lenda á örorku út lífið. Þessi börn eru með góða greind og sum afburðagreind.

Þetta þýðir að á hverju ári myndast framtíðarskuld á ríkissjóð upp á 3 til 4 milljarða – það eru örorkubætur fyrir lífstíð sem þessi börn munu þurfa í framtíðinni – bara vegna þess að Landspítalinn telur það ekki vera í sínum verkahring að hjálpa þeim. Á 10 árum mun þessi skammsýni yfirmanna Landspítalans kosta ríkið – framtíðarskuld – 30 til 40 milljarða, því bara á 10 árum eru þetta 150 til 200 börn.“

Þetta segir móðir fimmtán ára stúlku á einhverfurófi sem rætt var við hér í blaðinu í tveimur greinum í upphafi síðasta mánaðar. Stúlkan glímir við mikið þunglyndi, og er...